Ríkisstjórnin fallin í Danmörku

Lars Lökke Rasmussen, formaður Venstre, verður væntanlega næsti forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Lökke Rasmussen, formaður Venstre, verður væntanlega næsti forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Ríkisstjórn Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, er fallin, en bandalag hægriflokka í landinu náði 90 sætum á móti 85 sætum vinstribandalagsins. Þrátt fyrir ósigurinn er flokkur Thorning Schmidt enn stærsti flokkurinn með 26,3% fylgi og 47 þingsæti, en Danski þjóðarflokkurinn er nærst stærstur með 21,1% fylgi og 37 þingmenn.

Flokkur Lars Løkke Rasmus­sen er þriðji stærsti flokkurinn með 19,5% og 34 þingsæti, en allar líkur eru á að Rasmussen verði næsti forsætisráðherra. Hann gegndi því embætti fyrir síðust þingkosningar þegar bandalag vinstrimanna vann kosningarnar.

Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, er sigurvegari kosninganna, en …
Kristian Thulesen Dahl, formaður Danska þjóðarflokksins, er sigurvegari kosninganna, en flokkurinn fékk 21,1% atkvæða. AFP

Kosningaþátttaka var 85,8% og hafa 99,8% atkvæða verið talin. Hægri fylkingin er með 51,9%, en vinstri fylkingin fékk 48,1% atkvæða.

Helle Thorning-Schmidt, formaður Sósíaldemókrata. Vinstrifylkingin sem hún leiðir tapaði meirihluta …
Helle Thorning-Schmidt, formaður Sósíaldemókrata. Vinstrifylkingin sem hún leiðir tapaði meirihluta í kosningunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert