Meirihlutinn ósáttur við vinnubrögðin

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Meirihluti Breta er ósáttur við það með hvaða hætti ríkisstjórn Bretlands hefur haldið á málum varðandi útgöngu landsins úr Evrópusambandinu eða 61%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ORB gerði.

Fram kemur á fréttavef Reuters að óánægja með framgöngu ríkisstjórnarinnar hafi aukist síðan í síðasta mánuði þegar hún mældist 56%. Óánægðir voru einnig færri í júní þegar þeir mældust 46%. Meirihlutinn var hins vegar ánægður með vinnubrögð ríkisstjórnarinnar fyrir þingkosningarnar sem fram fóru í Bretlandi í byrjun júní en í þeim missti Íhaldsflokkur Theresu May forsætisráðherra meirihluta sinn í breska þinginu.

Ekki kemur fram hvort þeir sem spurður voru væru hlynntir útgöngunni eða ekki eða hvort þeir teldu ríkisstjórnina hafa gengið of langt í að rjúfa tengslin við Evrópusambandið eða of skammt. Fleiri, eða 44%, töldu að May myndi ekki takast að landa góðum samningi um útgönguna úr sambandinu. 35% töldu hins vegar að hún myndi gera það.

Hins vegar töldu aðeins fleiri að Bretlandi myndi vegna betur eftir að landið hefði gengið úr Evrópusambandinu eða 40% gegn 37% sem töldu svo ekki verða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...