„Hvers vegna leggja þeir í einelti?“

Keaton Jones í myndskeiðinu sem hefur vakið mikla athygli.
Keaton Jones í myndskeiðinu sem hefur vakið mikla athygli.

Myndband af grátandi dreng sem er lagður í einelti í skólanum hefur vakið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum og margir lýst yfir stuðningi við hann undir myllumerkinu #standwithKeaton. Fjölmargir þekktir tónlistarmenn, leikarar og íþróttamenn í Hollywood hafa sýnt drengnum stuðning, stappað í hann stálinu og boðið honum á hina ýmsu viðburði.

Yfir 22 milljónir manna hafa horft á myndbandið og því hefur verið verið deilt meira en 430 þúsund sinnum frá því móðir drengsins birti það á föstudaginn.

Strákurinn Keaton Jones bað móður sína um að ná í sig í skólann því hann treysti sér ekki til að mæta í hádegismat í skólanum af ótta við að verða fyrir enn meira ofbeldi af hálfu skólasystkina sinna.

„Hvers vegna leggja þeir í einelti? Hver er tilgangurinn? Hvers vegna finna þeir gleði í að láta öðrum líða illa? Það er ekki í lagi?“ Að þessu spyr Jones í myndbandinu grátandi. Hann lýsir því hvernig hann er lagður í einelti meðal annars vegna útlitsins, hlutum er hent í hann, krakkarnir segja að hann eigi enga vini og segja hann ljótan.   

„Mér líkar ekki það sem þeir gera mér og ekki heldur að þeir gera öðrum það því það er ekki í lagi,“ segir Jones með tárin í augunum og bætir við: „Það þarf ekki að gera grín að fólki sem er öðruvísi. Það er ekki þeim að kenna. En ef það er gert grín að þér láttu það ekki á þig fá heldur haltu bara áfram að vera sterkur [...] Þetta lagast örugglega einn daginn.”

Sá dagur kom mun fyrr en hann grunaði því margir hafa hlustað og vilja gleðja drenginn. Leikarinn Chris Evans sem fer með aðalhlutverk Captain America í Avengers-kvikmyndunum bauð Jones og móður hans á frumsýningu myndarinnar á næsta ári.  

Leikarar, rappari og Trump yngri vilja kynnast drengnum

„Haltu áfram að vera sterkur og ekki láta þau ná þér. Ég lofa þér að þetta verður betra,“ skrifaði Evans á Twitter og bætti við: Á meðan þessir lúðar í skólanum þínum eru að ákveða hvernig manneskjur þeir vilja vera hvernig litist þér á að koma til Los Angeles á næsta ári á frumsýningu næstu Avengers myndarinnar?“

Rapparinn Snoop Dogg hvatti hann einnig til dáða á Instagram og bað hann um að hafa samband við sig í skilaboðum. Leikarinn Mark Hamill sem er kunnastur fyrir hlutverk sitt sem Logi geimgengil í Star Wars kvikmyndunum ráðlagði honum að eyða ekki tíma í að velta fyrir sér hvaða ástæður lægu á bak við hegðun gerendanna því þeim liði sjálfum mjög illa.

Forseti UFC, Dana White, hefur boðið Jones til Las Vegst í heimsókn til höfuðstöðva bardagaíþróttarinnar.  

„Þetta myndband sýnir hugrekki og ég er snortinn.“ Þetta skrifaði Donald Trump yngri sem vill glaður hýsa drenginn ef hann skellir sér til Washington.

mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...