Byrlaði þeim ólyfjan og nauðgaði

AFP

Rúmlega fimmtugur Frakki er ákærður fyrir að hafa beitt átta ungar konur kynferðislegu ofbeldi eftir að hafa byrlað þeim ólyfjan sem hann kom fyrir í súkkulaði.

Maðurinn bauð ungu konunum upp á súkkulaðimola þegar þær deildu bifreið með honum í gegnum smáforritið Bla Bla Car. Maðurinn, sem er 52 ára gamall, var handtekinn í nóvember 2014 eftir að ein kvennanna endaði á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fárveik af lyfjakokteilnum sem hann byrlaði henni. Um var að ræða blöndu þunglyndis- og taugalyfja.

Svo virðist sem það hafi verið venja hans að bjóða farþegum sínum upp á súkkulaði þegar þeir komu í bifreið hans eftir að hafa þegið far með honum í gegnum deili­bílaþjón­ustuna Bla Bla Car. Yfirleitt á leiðinni frá Nantes til Calais.

Þegar ungu konurnar liðu út af réðst hann á þær og nauðgaði, samkvæmt ákærunni. Þegar þær vöknuðu höfðu þær ekki hugmynd um hvað hafði gerst og það eina sem þær tóku eftir var að ferðalagið tók lengri tíma en það hefði átt að gera.

Um 50 manns þáðu far með manninum á níu mánaða tímabili eða þangað til hann var handtekinn. Hann játaði að hafa beitt átta konur kynferðislegu ofbeldi en konurnar voru á milli tvítugs og þrítugs. Lögreglu grunar að fórnarlömbin kunni að vera fleiri.

Málið var þingfest í Nantes í gær og er maðurinn ákærður fyrir að hafa byrlað konunum ólyfjan og beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Hann á yfir höfðu sér sjö ára fangelsi. Maðurinn bar fyrir sig einmannaleika og ekkert félagslíf.

Frétt France Bleu

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...