Sendiráð Gvatemala til Jerúsalem

Jimmy Morales ( til vinstri) og Benjamin Netanyahu takast í ...
Jimmy Morales ( til vinstri) og Benjamin Netanyahu takast í hendur á síðasta ári. AFP

Stjórnvöld í Gvatemala hafa ákveðið að feta í fótspor Bandaríkjanna og flytja sendiráð sitt í Ísrael til Jerúsalem. Jimmy Morales, forseti Gvatemala, greindi frá þessu í gærkvöldi.

Eftir að hafa rætt við Benjamin Netanyahu, forseta Ísraels, skrifaði Morales á facebooksíðu sína að „eitt mikilvægasta verkefnið væri að flytja sendiráð Gvatemala aftur til Jerúsalem,“ frá Tel Aviv þar sem það er núna.

„Af þessum ástæðum læt ég ykkur vita að ég hef óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að það geri viðeigandi ráðstafanir þannig að þetta verði að veruleika,“ skrifaði Morales.

Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins, Emmanuel Nahsohn, þakkaði Gvatamala fyrir „mikilvæga ákvörðun“.

„Frábærar fréttir og sönn vinátta,“ skrifaði hann á Twitter.

Nokkrir dagar eru liðnir síðan tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna höfnuðu viðurkenningu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.

Aðeins átta þjóðir kusu gegn frumvarpinu sem var lagt fram hjá Sameinuðu þjóðunum, þar á meðal Gvatemala, sem er í Mið-Ameríku.

mbl.is
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar ef
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar eftir lítilli íbúð á leigu á höfuðborgarsvæ...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...