Mestu efnahagsþvinganirnar til þessa

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu á samsettri ...
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu á samsettri mynd. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag tilkynna um efnahagsþvinganir í garð 56 vöruflutningafyrirtækja og annarra fyrirtækja sem tengjast Norður-Kóreu.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, boðaði þvinganirnar fyrr í þessum mánuði. 

Í broti úr ræðu Trumps kemur fram að efnahagsþvinganirnar séu þær umfangsmestu gagnvart Norður-Kóreu til þessa.

„Í dag tilkynni ég umfangsmestu efnahagsþvinganirnar til þessa gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu,“ kemur fram í ræðu forsetans.

Brugðið er á þetta ráð til að koma í veg fyrir að stjórnvöldin þar í landi geti haldið áfram að fjármagna kjarnorkuáætlun sína.

Með aðgerðunum eiga fyrirtækin sem um ræðir ekki lengur að geta aðstoðað Norður-Kóreu við að fara ekki eftir þeim efnahagsþvingunum sem þegar hafa verið settar.

mbl.is
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Hoppukastalar.is er Barnaafmæli eða Veisla framundan ?
Leigðu Hoppukastala, Veislutjöld, Candy Floss. Góð þjónusta á frábæru verði. Ná...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...