Le Pen vill nýtt nafn á flokkinn

Steve Bannon og Marine Le Pen.
Steve Bannon og Marine Le Pen. AFP

Marine Le Pen, leiðtogi franska þjóðernisflokksins Front National, lagði til á flokksþingi í dag að breyta nafni flokksins í Rassemblement National, úr Þjóðfylkingu í Þjóðarbandalag. Er þetta liður í tilraun hennar að bæta ímynd flokksins.

Hún lagði þetta til í dag en kosið verður um tillöguna síðar í dag á flokksþinginu í Lille. Hún var endurkjörinn formaður flokksins í þriðja sinn í morgun.

Flokkurinn var nefndur Front National við stofnun hans árið 1972 en það var faðir Marine, Jean-Marie Le Pen, sem stofnaði flokkinn og gaf honum nafn. Hann var sviptur heiðursnafnbót flokksins á þinginu í dag en hann var rekinn úr flokknum fyrir tveimur árum vegna ummæla sinna um helförina.

Marine Le Pen.
Marine Le Pen. AFP

Fylgi flokksins hefur dregist mjög saman en Marine Le Pen komst í seinni umferð forsetakosninganna í fyrra en tapaði fyrir Emmanuel Macron og í raun fékk hún mun minna fylgi en búist hafði verið við.

Steve Bannon,  fyrrverandi aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, tók þátt í flokksþinginu um helgina og ávarpaði gesti þess í gærkvöldi. Sagði hann að sagan væri með þeim í liði. Þykir vera hans á þinginu vera til marks um tengsl kosningabaráttu Trumps og franska þjóðernisflokksins en skoðanir Trumps og Le Per eru áþekkar í mörgum málum. Má þar nefna óvild í garð íslam, innflytjenda og Evrópusambandsins. Eins eru svipaðar skoðanir á Rússlandi og vöruskiptum. Trump var einn af stuðningsmönnum Le Pen þegar hún reyndi að verða forseti Frakklands. Sama á við um Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

„Leyfum þeim að kalla ykkur rasista, leyfum þeim að kalla ykkur útlendingahatara. Leyfum þeim að kalla ykkur þjóðernissinna. Berið þetta eins og viðurkenningarskjöld. Því á hverjum degi verðum við sterkari og þau verða veikari,“ sagði Bannon meðal annars í ræðu sinni.

Ráðherra í málefnum þingsins, Christophe Castaner, sem er einn helsti bandamaður Macron innan flokks hans, La République/En Marche!, sagði í gærkvöldi að það hafi ekki komið á óvart að konungi falskra frétta og hvítra öfgasinna hafi verið boðið á flokksþing FN. „Breyttu um nafn en ekki stefnu,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Þakpappalagnir
Allar nýlagnir og viðgerðir.. PVC dúkar, TPO dúkar og EDPM Gúmmídúkar. Nánari ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...