Krókódíll á svamli í lauginni

Krókódíllinn í upplýstri sundlauginni.
Krókódíllinn í upplýstri sundlauginni.

Lögreglan í Flórída birti myndir og myndskeið af stórum krókódíl sem hafði komið sér fyrir í sundlaug við heimahús. Ekki er um aprílgabb að ræða eins og mörgum fór að gruna er þeir sáu fréttina. Krókódíllinn var yfir 3 metrar að lengd.

Íbúar hússins sem er í Sarasota-sýslu hringdu í lögregluna eftir að þeir komu að krókódílnum í sundlauginni. Vildu þeir fá aðstoð við að fjarlægja hann.

Ameríski krókódíllinn getur orðið mjög stór og um 450 kíló. Krókódílar voru friðaðir árið 1973 þar sem þeir voru í útrýmingarhættu. Verndaraðgerðir skiluðu sínu og árið 1987 gerðist ekki þörf á að hafa tegundina á lista yfir dýr í útrýmingarhættu lengur. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert