Trump endurgreiddi lögmanninum

Donald Trump og Stormy Daniels.
Donald Trump og Stormy Daniels. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurgreiddi lögmanni sínum, Michael Cohen, 130 þúsund Bandaríkjadali sem sá síðarnefndi hafði greitt klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels fyrir að þegja um samband sitt við Trump.

Þetta segir fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Rudy Giuliani, sem nýverið gekk til liðs við teymi lögfræðinga Trump. Cohen borgaði Daniels fjárhæðina á meðan kosningabarátta Trump stóð yfir árið 2016. Trump hafði áður sagt að hann hefði haft hugmynd um greiðsluna en játaði nýverið að gerður hafi verið samningur við Daniels.

Giuliani sagði í viðtali við Fox News í gær að greiðslan hafi farið í gegnum lögmannsstofu og Trump síðan endurgreitt stofunni. Endurgreiðslan hafi verið gerð á nokkurra mánaða tímabili. Ekkert væri ólöglegt við þetta enda ekki um greiðslu úr kosningasjóði Trumps að ræða. 

BBC segir að lögmaður Daniels, Michael Avenatti, telji að bandaríska þjóðin hljóti að vera forseta sínum ævareið vegna ummæla Giuliani. Þetta sé í samræmi við það sem þau hafi sagt og að logið hafi verið að bandarísku þjóðinni mánuðum saman.

Daniels hef­ur greint frá því að þau hafi sofið sam­an einu sinni árið 2006 en að Trump hafi margít­rekað reynt að end­ur­nýja kynn­in. Hún seg­ist hafa skrifað und­ir samn­ing ell­efu dög­um fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2016 um að segja ekki frá sam­bandi sínu við Trump og fyr­ir vikið hafi hún fengið áður­nefnda 130 þúsund doll­ara. Michel Cohen, lögmaður Trump til margra ára, hef­ur viður­kennt að hafa af­hent leik­kon­unni þessa pen­inga, en ekki sagt hvers vegna.

Don­ald og Mel­ania Trump gengu í hjóna­band árið 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert