Sjálfboðaliði Amensty ákærður í Frakklandi

Martine Landry.
Martine Landry. AFP

Frönsk kona, sem er 73 ára gömul og sjálfboðaliði hjáAmnestyInternational, kom fyrir dómara í gær en hún er ákærð fyrir að hafa aðstoðað tvö afrísk ungmenni við að koma inn í landið á ólöglegan hátt.

Fyrir utan dómshúsið í Gap í morgun.
Fyrir utan dómshúsið í Gap í morgun. AFP

Dómsmálið gegn Martine Landry er það fyrsta í Frakklandi gegn sjálfboðaliða hjá Amnesty sem hefur veitt flóttafólki aðstoð við að komast inn í landið. Í dag verða tveir Svisslendingar og einn Ítali leiddir fyrir rétt fyrir að hafa aðstoðað hópi flóttamanna að komast frá Ítalíu til Frakklands í Ölpunum í apríl. 

Landry er samhæfingarstjóri Amnesty í málefnum flóttafólks í suðausturhluta Frakklands. Hún á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og sekt upp á 30 þúsund evrur,  3,7 milljónir króna, ef hún verður dæmd fyrir að hafa með ólöglegum hætti aðstoðað tvö ungmenni frá Gíneu við að koma inn í landið í júlí 2017. Ungmennin voru bæði 15 ára á þeim tíma, samkvæmt upplýsingum fráAmnesty.

Í franska bænum Gap í Ölpunum.
Í franska bænum Gap í Ölpunum. AFP

Hún er ákærð fyrir að hafa aðstoðað þau við að komst yfir landamærin þar sem þau voru handtekin og þeim snúið aftur til Ítalíu eftir að hafa fundist við húsleit á heimili ólífubóndans og aðgerðarsinnans Cedric Herrou sem hýsti þau. 

Landry segir að hún hafi ekki aðstoðað þau við að komast aftur til Frakklands eftir að þeim var vísað úr landi. Heldur hafi hún aðeins gripið inn eftir að þau komu til Frakklands og fór með þau á næstu lögreglustöð þar sem þau sóttu um hæli. Mál hennar og fleiri aðgerðarsinna eru eitt þeirra mála semEmmanuelMacron, forseti Frakklands, er gagnrýndur fyrir en hann hefur beitt hörku í garð flótta- og farandfólks. 

AFP

Nokkrir tugir aðgerðarsinna söfnuðust saman fyrir utan dómshúsið í Nice í gær og báru spjöld sem á stóð: Samstaða er ekki glæpur.

Í apríl samþykkti franska þingið að breyta lögum varðandi aðstoð við efnahagslega flóttamenn (migrants) og er ekki saknæmt lengur að gefa þeim mat, húsaskjól eða læknishjálp. Það er aftur á móti áfram saknæmt að veita þeim aðstoð við að fara yfir landamærin á ólöglegan hátt.

Theo Buckmaster og Bastien Stauffer koma til dómshússins í Gap …
Theo Buckmaster og Bastien Stauffer koma til dómshússins í Gap í morgun. AFP

Aðgerðarsinnarnir þrír sem mæta fyrir dóm í bænum Gap í Ölpunum í dag eru ákærðir fyrir að hafa aðstoðað hóp efnahagslegra flóttamanna við að komast til Frakklands eftir að aðgerðarsinnar sem berjast gegn komu innflytjenda til Frakklands, reyndu að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist yfir landamærin. Fólkið á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og sekt upp á 750 þúsund evrur verði þau fundin sek. Jafnframt að vera meinað að koma til Frakklands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert