Breskir þingmenn hafna EES

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í gær.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í breska þinginu í gær. AFP

Meirihluti þingmanna í neðri deild breska þingsins hafnaði því í atkvæðagreiðslu í gær að Bretland skyldu sækjast eftir því að vera áfram aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eftir að landið hefur yfirgefið Evrópusambandið.

Meirihluti lávarðadeildar þingsins hafði áður gert breytingu á frumvarpi um útgönguna þess efnis að Bretland yrði aðili að EES-samningnum eftir að hún hefði átt sér stað sem gert er ráð fyrir að verði í lok mars á næsta ári. Neðri deild þingsins hafnaði því hins vegar með 327 atkvæðum gegn 126 samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Forysta breska Verkamannaflokksins hafði fyrirskipað þingmönnum sínum að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna en fjölmargir þeirra hlýddu því ekki. 75 þingmenn flokksins greiddu atkvæði með EES og 15 á móti. Sögðu nokkrir þeirra sig frá forystustörfum innan flokksins til þess að geta annað hvort greitt atkvæði gegn málinu eða með því. 

Bresk stjórnvöld hafa ítrekað lýst sig andsnúin því að Bretland verði aðili að EES-samningnum utan Evrópusambandsins líkt og Noregur, Ísland og Liechtenstein. Stuðningsmenn slíkrar aðildar segja að þannig gætu Bretar tengst sambandinu eins náið og mögulegt væri án þess að vera innan þess.

Andstæðingar aðildar að EES segja að þar með yrðu Bretland að taka upp lög og reglur frá Evrópusambandinu án þess að hafa neitt um þær að segja auk þess sem það yrði ekki í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðisins í landinu 2016 þar sem meirihluti breskra kjósenda samþykkti að segja skilið við sambandið.

Lávarðadeildin gerði samtals 20 breytingar á frumvarpinu, sem sagðar voru af stuðningsmönnum útgöngunnar allar hugsaðar til þess að setja stein í götu hennar, en þeim var öllum hafnað af neðri deild þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...