Börn særðust í hnífaárás

Boise í Idaho í Bandaríkjunum.
Boise í Idaho í Bandaríkjunum. Kort/Google

Níu særðust, þar af sex börn, í hnífaárás í fjölbýlishúsi í Idaho í Bandaríkjunum, þar sem margir hælisleitendur eru búsettir. Lögreglan í Boise segir að árásin hafi verið tilefnislaus. 

Lögreglan handtók árásarmanninn, þrítugan karlmann að nafni Timmy Kinner, sem bjó í byggingunni. Maðurinn er hins vega ekki hælisleitandi. 

Lögreglan segir að fjórir hafi verið fluttir lífshættulega særðir á sjúkrahús. En atvikið átti sér stað í gærkvöldi að staðartíma. 

Þá segir lögreglan, að Kinner hafi verið beðinn um að yfirgefa íbúðina sína á föstudag. Hins vegar er verið að rannsaka hvað varð til þess að hann réðist á fólkið. 

Um 220.000 manns búa í Boise. Í Idaho býr fámennur hópur hælisleitenda, en þeim hefur hins vegar farið fjölgandi að því er segir í frétt AFP-fréttaveitunnar. Hælisleitendur eru um 6% íbúafjöldans í ríkinu en um 40% þeirra sem starfa í landbúnaði og sjávarútvegi teljast til hælisleitenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert