Ólétt og fann dauða rottu í súpunni

Rottuhræið í súpunni.
Rottuhræið í súpunni. Skjáskot/Weibo

Hrun hefur orðið á markaðsvirði vinsællar, kínverskrar veitingahúsakveðju eftir að kona fann dauða rottu í súpu eins staðarins.

Í frétt BBC um málið segir að veitingastaðurinn Xiabu Xiabu hafi fengið að finna fyrir því eftir að mynd af rottunni í súpunni fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Myndin var tekin á stað keðjunnar í Shangdong-héraði og hefur honum nú verið lokað tímabundið. Í fréttinni kemur fram að konunni hafi verið boðnar smávægilegar skaðabætur, um 83 þúsund krónur sem hún hafi ekki þegið. Haft er eftir eiginmanni konunnar að hún ætli fyrst að fara í læknisskoðun áður en hún ákveður hvort hún tekur við skaðabótunum.

Konan er ólétt og hafði farið út að borða með fjölskyldu sinni í byrjun september. Hún hafði þegar fengið sér að borða af súpunni er hún kom auga á rottuna.

Haft er eftir eiginmanni konunnar að starfsmaður á veitingastaðnum hafi ráðlagt henni að fara í fóstureyðingu í kjölfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert