Greinir frá hjónabandserfiðleikum

Michelle Obama.
Michelle Obama. AFP

Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, greinir frá erfiðleikum Obama-hjónanna við að eignast börn í nýútkominni ævisögu. Einnig greinir úr frá hjónabandserfiðleikum hennar og Barack Obama.

Í bókinni, sem á ensku heitir „Becoming“, greinir Michelle frá því að hún hafi misst fóstur og að dætur hjónanna hafi fæðst eftir glasafrjóvgun.

Michelle sagði frá því í morgunþættinum „Good Morning America“ að hún hafi verið mjög einmana eftir að hún missti fóstur fyrir 20 árum.

Barack Obama.
Barack Obama. AFP

„Mér fannst eins og mér hefði mistekist. Ég vissi ekki hversu algengt það er að missa fóstur vegna þess að við tölum ekkert um það,“ sagði Michelle.

„Við sitjum í eigin sársauka og hugsum að á einhvern hátt séum við gallaðar. Það er mikilvægt að tala við ungar mæður um hve algengt það er að missa fóstur,“ bætti hún við.

Hún segir að samband hennar og Barack Obama hafi ekki alltaf verið dans á rósum og þau hafi leitað hjónabandsráðgjafar til að læra að ræða um vandamál.

„Ég veit um of mörg ung pör sem eiga í vandræðum og halda að það sé eitthvað að þeim. Ég vil að þau viti að Michelle og Barack Obama, sem elska hvort annað afar heitt, vinni í sínu hjónabandi. Við fáum aðstoð við hjónabandið þegar við þurfum á því að halda,“ sagði Michelle.

Í bókinni kemur einnig fram að Michelle muni aldrei fyrirgefa eftirmanni eiginmanns hennar í stóli forseta, Donald Trump, fyrir að styðja við bakið á „birther“-kenningunni sem hélt því fram að Barack Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Trump sagði Michelle fá „fullt af peningum“ fyrir að skrifa bók og fólk sé alltaf beðið um að koma með eitthvað umdeilt.

„Ég mun aldrei fyrirgefa Barack fyrir hvað hann gerði fyrir herinn okkar með því að veita honum ekki nægt fjármagn. Landið okkar var ekki öruggt,“ sagði Trump.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert