Vill hitta Moon oft á nýju ári

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-ung.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-ung. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur heitið því að hitta Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, oft á nýju ári til að ræða við hann um afvopnun á Kóreuskaganum. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi Moon.

Leiðtogarnir tveir hittust þrívegis á þessu ári, þar af tvisvar í landamæraþorpinu Panmunjon og einu sinni í Pyongyang, norðurkóresku höfuðborginni.

Þegar Moon heimsótti Pyongyang í september lofaði Kim því að heimsækja Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, „sem allra fyrst“. Vangaveltur voru uppi að hann myndi heimsækja borgina síðar á árinu en ekkert varð af því.

Fram kemur í bréfi Kim að honum þyki mjög leitt að hafa ekki komist til borgarinnar á þessu ári. Leiðtoginn lýsti einnig yfir „miklum vilja til að hitta Moon oft árið 2019“ til að halda friðarviðræðum áfram og „leysa í sameiningu vandamál sem tengjast afvopnun á Kóreuskaganum“.

Leiðtogarnir tveir takast í hendur í Panmunjom í apríl síðastliðnum.
Leiðtogarnir tveir takast í hendur í Panmunjom í apríl síðastliðnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert