Tala látinna komin upp í 37

Gassprengingin varð snemma morguns á gamlársdag í tíu hæða fjölbýlishúsi …
Gassprengingin varð snemma morguns á gamlársdag í tíu hæða fjölbýlishúsi í borginni Magnitogorsk sem er um 1.700 kílómetra austur af Moskvu. AFP

Tala látinna eftir gassprengingu í tíu hæða íbúðahúsi í borginni Magnitogorsk í Rússlandi á gamlársdag heldur áfram að hækka og tilkynntu rússneskir embættismenn í morgun að 37 hafi fundist látnir. Sex börn eru meðal hinna látnu.

Fjögurra er enn saknað en sex hafa fundist á lífi í rústunum, þar á meðal tíu mánaða gamall drengur sem bjargað var á nýársdag.

Um 1.100 manns búa í fjölbýlishúsinu og eru tugir heimilislausir vegna sprengingarinnar. Björg­un­arstarfi er ekki lokið og þurfa björgunaraðilar ekki ein­ung­is að glíma við mjög erfiðar aðstæður svo sem óstöðugt brak úr bygg­ing­unni og hættu á frek­ara hruni húss­ins held­ur glíma þeir við lam­andi frost sem er á bil­inu -18 til -27 gráður.

Björgunarstarf stendur enn yfir.
Björgunarstarf stendur enn yfir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert