Fundu lík þýsks ferðamanns

Frá svæðinu þar sem lík þýska ferðamannsins fannst.
Frá svæðinu þar sem lík þýska ferðamannsins fannst. Ljósmynd/Wikipedia.org

Lík þýsks ferðamanns, sem lýst var eftir af lögreglu fyrr í þessum mánuði, fannst í dag í Ástralíu en ferðamaðurinn, hin 62 ára gamla Monika Billen, hafði látist úr ofþornun. Líkið fannst um tvo kílómetra frá Emily Gap, vinsælum ferðamannastað í landinu.

Fram kemur í frétt AFP að víðtæk leit hafi farið fram að Billen. Meðal annars með drónum. Leit hafði verið hætt þegar nýjar upplýsingar bárust um staðsetningu hennar með því að miða út síma hennar. Með því móti tókst að minnka leitarsvæðið mikið.

Hiti á svæðinu þar sem Billen fannst látin hefur verið um 40 gráður en lögreglan segir Billen aðeins hafa haft ullartrefil til þess að verja sig fyrir sólinni.

mbl.is