Svara skilgreiningum Bandaríkjastjórnar

Byltingarverðir Írans voru í dag skilgreindir sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn …
Byltingarverðir Írans voru í dag skilgreindir sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn og írönsk stjórnvöld voru ekki lengi að svara Bandaríkjamönnum í sömu mynt. AFP

Þjóðaröryggisráð Írans hefur gefið það út að Bandaríkin verði hér eftir skilgreind í þeirra bókum sem ríki sem styður við hryðjuverkastarfsemi og að bandarískar hersveitir í Mið-Austurlöndum verði eftirleiðis skilgreindar sem „hryðjuverkahópar“, samkvæmt frétt íranska ríkisfjölmiðilsins IRNA.

Í yfirlýsingu sem þjóðaröryggisráðið hefur fengið birta í ríkisfjölmiðlinum segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar að skilgreina byltingarverði Írans sem hryðjuverkasamtök, en sú ákvörðun var opinberuð í dag.

Segja Íranir ákvörðun Bandaríkjanna vera bæði „ólöglega og heimskulega“.

Þetta er í fyrsta skipti sem Banda­ríkja­stjórn skil­greinir her ann­ars rík­is sem hryðju­verka­sam­tök. Fjöl­miðlar vest­an­hafs telja aðgerðina lið í til­raun­um Trump til að beita Íran frek­ari refsiaðgerðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert