Zuckerberg jákvæður eftir fundinn

Mark Zuckerberg að loknum fundinum í dag.
Mark Zuckerberg að loknum fundinum í dag. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segist vera jákvæður vegna nýrra reglna sem Frakkar hafa lagt til að verði samþykktar um  samfélagsmiðilinn, eftir fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í dag.

Reglurnar eiga einnig að gilda um aðra samfélagsmiðla.

Fundurinn var haldinn eftir að skýrsla sérfræðinga og háttsettra franskra embættismanna var birt þar sem lagt var til að hvert og eitt ríki Evrópusambandsins útbúi reglur til að fylgjast með samfélagsmiðlum.

„Fundurinn hvetur mig áfram og ég er jákvæður í garð nýrra reglna sem verða settar,“ sagði Zuckerberg að fundinum loknum með Macron.

„Í heildina séð tel ég að ef fólk á að treysta netinu þurfi rétt regluverk að vera til staðar.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert