Hryðjuverkamenn yfirheyrðir í Belgíu

AFP

Yfirvöld í Belgíu í samstarfi við Eurojust og Europol höfðu hendur í hári hryðjuverkahóps sem þjálfaði nýliða til að starfa með hryðjuverkasamtökum í Kúrdistan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Europol.

Tveir voru handteknir af lögreglunni í Belgíu og yfirheyrðir en leitað var á nokkrum heimilum, í fimm ríkjum, Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Sviss og Þýskalandi.

Samkvæmt tilkynningu Europol tilheyrðu einstaklingar innan hryðjuverkahópsins tvennum vígasamtökum, PKK, sam­tökum ró­ttækra Kúrda í Tyrklandi, og HPG, sem er vopnaður arm­ur sam­tak­anna.

mbl.is