Manntjón í eldsvoða á sjúkrahúsi

AFP

Ellefu manns að minnsta kosti, þar af margir eldri borgarar, létu lífið þegar eldur kom upp á sjúkrahúsi í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu á fimmtudaginn.

Fram kemur í frétt AFP að starfsfólk og gestir sjúkrahússins hafi í örvæntingu sinni barist við að koma sjúklingum úr byggingunni sem fylltist fljótt af reyk.

Talið er að eldsupptök hafi verið í rafmagni en yfirvöld telja þó ekki hægt að útiloka að um íkveikju hafi verið að ræða. Nokkrar klukkustundir tók að slökkva eldinn.

Margir hinna látnu voru á gjörgæsludeild sjúkrahússins. Flestir létust vegna köfnunar en eldsvoðinn leiddi til þess að öndurnarvélar þeirra hættu að virka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert