Lagarde samþykkt af þingi ESB

Þing Evrópusambandsins.
Þing Evrópusambandsins. AFP

Meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins hefur samþykkt að Christine Lagarde, fráfarandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði næsti bankastjóri Seðlabanka sambandsins. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að 394 þingmenn hafi greitt atkvæði með því að Lagarde tæki við sem seðlabankastjóri en 206 á móti því. Lagarde var ekki viðstödd atkvæðagreiðsluna og gagnrýndu sumir þingmenn hana fyrir það.

Samþykki þingsins felur aðeins í sér meðmæli en endanleg ákvörðun verður tekin af leiðtogum Evrópusambandsins á ráðstefnu þeirra um miðjan október. Ólíklegt er annað en að hún verði skipuð enda tilnefndu leiðtogarnir hana í júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert