Sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad rýmt

Mótmælendur reyna að eyðileggja öryggismyndavélar við sendiráð Bandaríkjanna í morgun.
Mótmælendur reyna að eyðileggja öryggismyndavélar við sendiráð Bandaríkjanna í morgun. AFP

Sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad, höfuðborg Írak, hefur verið rýmt eftir að fjöldi fólks réðst á sendiráðið í morgun. Til mótmælanna kom vegna loftárása Bandaríkjamanna í Írak í fyrradag. 25 létu lífið í árásunum og yfir 50 særðust, en þeim var beint að bækistöðvum Hashed al-Shaabi, vopnaðra sveita sem njóta stuðnings Írana.

Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Írak, sagði að árásirnar hefðu brotið gegn fullveldi ríkisins og stjórnvöld neyddust til að endurskoða samband sitt við Bandaríkin.

Donald Trump Bandaríkjaforseti kenndi Írönum um skipulagningu mótmælanna og segir að þau verði látin sæta ábyrgð. Þá væntir þess að stjórnvöld í Íran noti „afl sitt“ til að verja sendiráðið.

Mótmælendur köstuðu grjóti að sendiráðinu, eyðilögðu öryggismyndavélar og kveiktu í bandaríska fánanum. Tókst öryggisvörðum ekki að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist inn fyrir varnarmúra sendiráðsins, þrátt fyrir að beita táragasi og öðrum vopnum.

Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem mótmælendum hefur tekist að brjóta sér leið inn í bandarískt sendiráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert