Handtekinn vegna hnífstunguárásar

Lögreglumenn í London að störfum.
Lögreglumenn í London að störfum. AFP

Breska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um morðtilraun eftir stunguárás í mosku í miðborg London.

„Maður á áttræðisaldri særðist. Hann er ekki talinn í lífshættu,“ sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni í London.

Ljósmyndum, sem voru teknar í moskunni, hefur verið deilt á samfélagsmiðlum. Þar sést þegar tveir lögregluþjónar handtaka hvítan mann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert