Íslenska fjölskyldan kemur heim í dag frá Kína

Íslenska fjölskyldan sem er á leið heim frá Kóna lendir …
Íslenska fjölskyldan sem er á leið heim frá Kóna lendir hér heima í dag. AFP

Íslenska fjölskyldan sem hefur óskað eftir flutningi heim frá Kína er lögð af stað heim. Einhverjar tafir hafa orðið á fluginu þeirra en áætlað er að þau lendi hér á heima í dag. Tafir urðu á flugi þeirra til Evrópu.

Hjálmar Björgvinsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, telur líklegt að þau fljúgi fyrst til Frakklands. Viðbúið er að það taki talsverðan tíma að afgreiða flugvélina þar. 

Fjölskyldan, foreldrar með eitt barn, eru ekki með nein einkenni kórónuveirunnar COVID-19. Þau fóru ekki um nein svæði í Kína þar sem veiran hefur greinst, að sögn Hjálmars. Eins hafa þau fylgt öllum fyr­ir­mæl­um sem kín­versk stjórn­völd hafi gefið út vegna veirunn­ar.

Við komuna til landsins fara þau í læknisskoðun á höfuðborgarsvæðinu. Eftir það sæta  þau hefðbund­inni 14 daga sótt­kví, líkt og mælst hef­ur verið til við alla sem hingað koma frá Kína. 

mbl.is