Lögsækir fyrirtækið sem átti þyrluna

Vanessa Bry­ant, ekkja körfuboltakappans Kobe Bryant, höfðar mál gegn fyrirtækinu sem átti þyrluna sem flaug með Kobe, dóttur hans og sjö aðra þegar hún brotlenti með þeim afleiðingum að allir um borð létust.

Vanessa lagði fram kæruna í dag, sama dag og hinna látnu var minnst í Staples Center í Los Angeles.

Í frétt AFP kemur fram að Vanessa lögsæki fyrirtækið sem átti þyrluna og dánarbú flugmannsins.

Brotlendingin er enn til rannsóknar en áður hefur verið greint frá því að fyrirtækið sem átti þyrluna var ekki með tilskilið leyfi til að fljúga í þoku. Mikil þoka var þegar þyrlan fórst skammt vestur af Los Angels að morgni sunnudagsins 26. janúar.

Vanessa Bryant fer fram á bætur vegna fráfalls eiginmanns hennar og dóttur en ekki kemur fram hversu háar bætur. 

Þeirra sem fórust í þyrluslysinu 26. janúar var minnst í …
Þeirra sem fórust í þyrluslysinu 26. janúar var minnst í Staples Center í Los Angeles í dag. AFP
mbl.is