Boris Johnson dvaldi á sjúkrahúsi í nótt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Bor­is John­son, dvaldi í nótt á sjúkrahúsi en hann var lagður inn í gærkvöldi til rannsóknar tíu dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Í til­kynn­ingu frá ríkisstjórn landsins kemur fram að Johnson muni áfram sinna skyldum sínum.

Forsætisráðherrann gengst undir rannsóknir í dag en mun þó hafa vitneskju um allt er viðkemur stjórn landsins. Ekk­ert bend­ir til þess að John­son þurfi að leggj­ast inn á gjör­gæslu.

Heil­brigðisráðherra Bret­lands, Matt Hancock, sneri aft­ur til vinnu á föstu­dag eft­ir að hafa verið heima í viku eft­ir að hafa greinst smitaður af COVID-19.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert