Svartir „ekki svartir“ ef þeir kjósa Trump

Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata.
Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata. AFP

Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata, sagði í viðtali í dag að svartir Bandaríkjamenn væru „ekki svartir“ ef þeir kysu Donald Trump Bandaríkjaforseta frekar en Biden sjálfan. 

Biden lét ummælin falla í viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God sem spurði forsetaframbjóðandann út í ummæli rapparans Sean Combs sem lutu að því að demókratar tækju stuðningi svartra sem sjálfsögðum hlut. 

Í kjölfar ummælanna sagðist Biden sjá eftir þeim og að hann tæki stuðningi svartra Bandaríkjamanna ekki sem gefnum. Dyggur stuðningur þeirra hefur skipt sköpum fyrir framboð Bidens sem baðst þó ekki beinlínis afsökunar á ummælum sínum heldur reyndi frekar að útskýra þau samkvæmt fréttastofu CBS.  

mbl.is

Bloggað um fréttina