Pyntaður og drepinn í París

Mynd úr safni, tekin í 19. hverfi Parísar.
Mynd úr safni, tekin í 19. hverfi Parísar. AFP

Karlmaður fannst látinn í íbúð í París í gær. Þegar lögregla kom á vettvang lá líkið á maganum en búið var að bora gat í gegnum maga og fætur. 

Maðurinn, sem er af asískum uppruna, var hvorki íbúi né eigandi íbúðarinnar sem er í norðausturhluta borgarinnar í 19. hverfi, .

Líkið fannst eftir að nágrannar létu lögreglu vita, en þeir höfðu heyrðt óp úr íbúðinni og síðar séð blóðslettur á ganginum. Talið er að maðurinn hafi verið pyntaður áður en hann var drepinn, en líkið ber þess einnig merki að hann hafi verið kýldur í höfuðið.

mbl.is