„Við römbum á barmi stríðs“

Mynd frá armenska varnamálaráðuneytinu sem á að sýna aserskan skriðdreka …
Mynd frá armenska varnamálaráðuneytinu sem á að sýna aserskan skriðdreka sprengdan í loft upp. AFP

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir að Aserbaídsjan hafi lýst yfir stríði á hendur þjóð sinnar í kjölfar átaka sem brutust út á svæði sem bæði ríki gera tilkall til.

Þjóðirnar tvær hafa um áratugaskeið eldar grátt silfur saman eða síðan þær voru báðar hluti af Sovétríkjunum. Átök brutust út milli ríkjanna í gær þar sem nokkrir létust og þar á meðal almennir borgarar.

„Valdstjórnin í Aserbaídsjan hefur enn og aftur lýst yfir stríði á hendur armensku þjóðinni,“ sagði Pashinyan í sjónvarpsávarpi í dag. „Við römbum á barmi stríðs hér í Suður-Kákasusfjöllum,“ bætti hann svo við.

Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armenínu.
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armenínu. AFP
mbl.is