Utanríkisráðherra Austurríkis smitaður

Alexander Schallenberg er nú í einangrun með kórónuveiruna.
Alexander Schallenberg er nú í einangrun með kórónuveiruna. AFP

Alexander Schallenberg, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur greinst með kórónuveiruna. Talsmaður ráðherrans segir allt eins líklegt að hann hafi smitast á fundi með ráðherrum ríkja Evrópusambandsins fyrr í vikunni.

Allir ráðherrar í ríkisstjórn Austurríkis verða skimaðir fyrir veirunni í dag.

Talsmaður ráðherrans sagði enn fremur að hann væri einkennalaus.

mbl.is