Brexit-viðræður halda áfram á morgun

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, grímuklæddur.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, grímuklæddur. AFP

Breska ríkisstjórnin segist vera tilbúin til að hefja aftur fríverslunarviðræður við Evrópusambandið vegna Brexit og eiga viðræðurnar að fara af stað í London á morgun.

„Það er ljóst að töluvert ber enn í milli varðandi afstöðu okkar í erfiðustu málunum en við erum tilbúin, ásamt ESB, til að athuga hvort það er mögulegt að brúa bilið í kröftugum viðræðum,“ sagði talsmaður Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands.

Talsmaður for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins greindi frá því á föstudaginn að viðræðunum væri lokið. Eng­inn til­gang­ur væri með frek­ari viðræðum nema Evr­ópu­sam­bandið væri reiðubúið til þess að ræða laga­leg atriði sam­komu­lags­ins í smá­atriðum. 

mbl.is