Vill nefna bóluefni eftir Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Geraldo Rivera, álitsgjafi sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, hefur lagt til að bóluefni gegn kórónuveirunni verði nefnt eftir Donald Trump. Með því verði Bandaríkjaforseta þakkað fyrir vel unnin störf í baráttunni við faraldurinn. 

Ummælin lét hann falla í þættinum Fox and Friends. Þannig væri Bandaríkjaforseta hrósað fyrir verkefni stjórnvalda, sem gengið hefur undir heitinu Operation Warp Speed. Hefur Trump sagt að verkefnið hafi skipt sköpum í þróun og framleiðslu bóluefnis. 

Þáttastjórnendur á CNN og MSNBC hafa lýst tilögunni sem algjörlega „fáránlegri“. Þá væri út í hött að nefna bóluefni eftir forsetanum. Geraldo tjáði sig um viðbrögðin á Twitter í dag og hann gaf lítið fyrir yfirlýsingar þáttastjórnendanna. 

mbl.is