23 námuverkamenn fastir neðanjarðar

Frá kínverskri námu. Mynd úr safni.
Frá kínverskri námu. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti 23 námuverkamenn eru fastir neðanjarðar í kínverskri kolanámu eftir að kolsýringur tók að leka. 

Frá þessu greina ríkisfjölmiðlar landsins.

Gastegundin er eitruð og að sama skapi mjög eldfim.

Björgunarlið hefur verið sent á staðinn, Diaoshuidong-námuna sem er í borghéraðinu Chongqing. Einnig er unnið að rannsókn á því hvernig slysið varð. Ekki er greint frá nánari atriðum.

Þrír námuverkamenn létust í slysi í sömu námu árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert