Ástandið í Danmörku versnar

Yfirlitskort sóttvarnarstofnunar. Ísland er ennþá fagurgrænt þrátt fyrir að tíu …
Yfirlitskort sóttvarnarstofnunar. Ísland er ennþá fagurgrænt þrátt fyrir að tíu smit hafi greinst í gær og fimm deginum áður. Sóttvarnastofnun evrópu

Danmörk er að stórum hluta til orðin gul og rauð á uppfærðu korti sóttvarnastofnunar Evrópu. Kaupmannahöfn er rauðlituð og nyrðri hluti Jótlands er gulur. Kortið er unnið upp úr nýgengi smita síðustu 14 daga og sýn­ir stöðu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins í lönd­um Evr­ópu

Fagna virkni bóluefna

Á vefsíðu Danmarks Radio er virkni bóluefnanna lofuð þar sem Torels Lillebæk forstöðumaður sóttvarnastofnunar Danmerkur segir bóluefnin gefa góða raun gegn Covid-19. Tilefnið er fregnir af því að einungis 1.223 smit hafa greinst af þeim 1.623.234 sem hafa fengið seinni sprautu bóluefnis. 

Öldurhús Danmerkur mega frá og með miðnætti í nótt hafa opið til tvö í stað þess að þurfa að loka á miðnætti sem hefur verið reglan síðastliðinn mánuð.

mbl.is