Danadrottning frestar Grænlandsför vegna Covid-19

Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hafði óskað eftir því að …
Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hafði óskað eftir því að heimsókn drottningarinnar yrði frestað. AFP

Opinber heimsókn Margrétar Danadrottningar til Grænlands, sem átti að standa yfir dagana 24. júlí til 5. águst, hefur nú verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Forsætisráðherra Grænlands, Múte B. Egede, hafði óskað eftir því að heimsókn drottningarinnar yrði frestað um óákveðinn tíma og vísar til ástands faraldursins á Grænlandi.

Drottningin sýnir skilning

Drottningin hefur lýst yfir skilningi á því að nauðsynlegt hafi verið að fresta heimsókninni til Grænlands, en sér fram á að hún geti farið í heimsóknina síðar, segir í fréttatilkynningu frá danska konungshúsinu.

Ekki er víst hvenær drottningin mun geta farið í heimsóknina til Grænlands en hún hefur undanfarna daga verið í opinberri heimsókn í Færeyjum og flýgur aftur til Amalienborg í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert