Geimferð Shatners frestað vegna veðurs

Geimferð Williams Shatners frestast vegna veðurs.
Geimferð Williams Shatners frestast vegna veðurs. AFP

Star Trek stjarnan William Shatner verður að bíða í að minnsta kosti einn dag í viðbót eftir því að fara út í geiminn í raunveruleikanum. Blue Origin, geimferðarfyrirtæki milljarðamæringsins Jeff Bezos, neyddist til að fresta fyrirhugaðri ferð sinni um einn dag vegna veðurs. Guardian greinir frá.

Flaugin átti að halda út í geim á þriðjudag, 12. október, en vegna veðurspár, hefur ferðinni verið frestað fram á miðvikudag. 

Shatner, sem er best þekktur fyrir túlkun sína á kaptein James T Kirk í upprunalegu Star Trek sjónvarpsþáttunum, verður einn af fjórum um borð í NS-18 flauginni. Greint var frá því að Shatner yrði á meðal áhafnarinnar í flauginni um síðustu helgi. Í viðtali á New York Comic Con í vikunni sagðist hann vera dauðskelkaður við að vera á leið út í geim. 

Shatner er níræður og verður því elstur manna til að fara út í geim. Elsti núverandi maður til að fara út í geim er Wally Funk, en hún var 82 ára þegar hún fór út í geim í sumar. 

mbl.is