Sakar Facebook um að velja hagnað fram yfir öryggi

Frances Haugen er 37 ára gagnafræðingur.
Frances Haugen er 37 ára gagnafræðingur. AFP

Hin 37 ára gamla Frances Haugen sakaði fyrirtækið Facebook um að velja hagnað fram yfir öryggi notenda sinna í vitnisburði fyrir bandaríska þinginu í síðustu viku. Haugen er gagnafræðingur og hafði unnið fyrir Facebook í tæp tvö ár þegar háttsemi fyrirtækisins ofbauð henni. 

Hún gekk til liðs við teymi hjá Facebook í júní árið 2019, sem einbeitti sér að netvirkni í kringum alþjóðlegar kosningar. Hún segist hafa orðið svekkt þegar hún varð meðvitaðri um útbreiðslu rangra upplýsinga á netinu sem ollu ofbeldi og misnotkun, sem Facebook vildi ekki viðurkenna.

„Ég trúi á möguleika Facebook,“ sagði hún í vitnisburði sínum í síðustu viku. 

„Við getum starfrækt samfélagsmiðla sem við njótum góðs af. Sem tengja okkur saman, án þess að rífa lýðræðið í sundur, setja börnin okkar í hættu og án þess sjá þjóðernisofbeldi um allan heim. Við getum gert betur.“

„Ég trúi á möguleika Facebook,“ sagði Haugen í vitnisburði sínum …
„Ég trúi á möguleika Facebook,“ sagði Haugen í vitnisburði sínum í síðustu viku. AFP

Mikil vakning meðal starfsmanna tæknifyrirtækja

„Það hefur orðið mikil vakning meðal starfsmanna hjá tæknifyrirtækjum sem spyrja sig, hvað er ég að gera hérna?,“ segir Jonas Kron, málsvari bandaríska fjárfestingafyrirtækisins, Trillium Investment Management. „Þegar það eru hundruð þúsunda starfsmanna að spyrja sig að þessari spurningu þá er óumflýjanlegt að upp komi fleiri uppljóstranir.“

Haugen er ekki ein. Fleiri starfsmenn tæknifyrirtækja hafa stigið fram og tjáð sig um atvik sem hafa ofboðið þeim. Nær allir uppljóstrararnir eru konur og vilja áheyrnafulltrúar meina að það sé engin tilviljun.

„Konur eru áfram minnihluti starfsfólks í tæknigeiranum, sem er enn mjög karllægur,“ sagði Ellen Pao, framkvæmdastjóri Siliner Valley sem lögsótti fjárfestingarfyrirtækið Kleiner Perkins árið 2012 vegna kynbundinnar mismununar.

„Sú staða gerir þeim kleift að vera gagnrýnni og sjá sum kerfisbundin málefni á annan hátt en fólk sem er hluti af kerfinu, hagnast mest á því og er rótgróið í því og getur þar af leiðandi ekki unnið úr,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert