Ráðgjafi Clinton segir frá áreiti þingmanns

Huma Abedin.
Huma Abedin. Ljósmynd/JOHN MOORE

Fyrrverandi ráðgjafi Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir frá því í nýútkominni sjálfsævisögu hvernig þingmaður öldungadeildar bandaríska þingsins beitti hana kynferðislegri áreitni fyrir um 15 árum.

Huma Abedin, sem Clinton hefur kallað „aðra dóttur sína“, vann með þeirri síðarnefndu allan síðasta áratug þegar hún var þingmaður öldungadeildarinnar.

Í frétt BBC segir að Abedin hafi ekki gert grein fyrir því hver þingmaðurinn er eða hvaða stjórnmálaflokki hann tilheyrir.

Huma Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Weiner, sem sagði …
Huma Abedin og fyrrverandi eiginmaður hennar, Anthony Weiner, sem sagði af sér sem þingmaður New York-ríkis vegna hneysklismála. JOHN MOORE

Rak tunguna upp í hana

Abedin segir að eftir kvöldverð í Washington hafi hún gengið með manninum þar til þau komu að heimili hans og að hann hafi boðið henni inn í kaffsopa. Þegar inn var komið hafi aðstæðurnar fljótt breyst og hún hafi ekki vitað fyrri til en hann settist alveg við hlið hennar í sófa. Þá greip hann um hana og rak tunguna upp í munn hennar. Abedin segist hafa fengið áfall og ýtt manninum af sér.

Abedin segir að maðurinn hafi þá afsakað sig og sagst hafa lesið vitlaust í aðstæður. Í sjálfsævisögunni segir Abedin að hún hafi sagt við manninn að sér þætti þetta leitt og gengið rakleiðis út, nokkuð sem aðeins tuttugu og eitthvað ára gömul hún hefði getað sagt, að eigin sögn.

Abedin hitti manninn örfáum dögum síðar í Hvíta húsinu og segir að hann hafi spurt hvort þau væru enn vinir.

Ásamt þessu segir Abedin í bók sinni söguna af því hvernig hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn, þingmanninn Anthony Weiner, sem sagði af sér embætti þegar kynlífshneyksli hans komst í fréttirnar.

mbl.is