Fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Svíþjóðar?

Magdalena þakkar flokksmönnum traustið og veifar blómvendi á landsfundi Jafnaðarmanna …
Magdalena þakkar flokksmönnum traustið og veifar blómvendi á landsfundi Jafnaðarmanna í dag. AFP

Magdalena Andersson var kjörinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð á landsfundi hans nú í dag. Því er allt útlit fyrir að Magdalena verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Svíþjóðar en fyrir liggur að Stefan Löfven kemur til með að segja af sér og mun Andersson þá taka við, takist henni að fá stuðning þingsins.

Magdalena er 54 ára gömul og er fjármálaráðherra Svíþjóðar. Þá er hún stundum kölluð „jarðýtan“ í fjölmiðlum þar ytra.

Engin skýr tímarammi 

Eins og áður segir á hefur Stefan Löfven gefið það út að hann muni segja af sér eftir að Andersson tekur við sem formaður flokksins. Þó gaf hann aldrei upp formlegan tímaramma og því liggur ekki fyrir nákvæm framvinda málsins.

Fái Magdalena stuðning þingsins og þá sér í lagi stuðning græningjaflokksins, Vinstri flokksins og miðjuflokks þá mun hún taka við stjórnartaumunum að minnsta kosti fram að næstu kosningum. Þær eru fyrirhugaðar í september á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert