Eigandi hamsturs sorgmæddur

Eigandi hamsturs segist vera ákaflega sorgmæddur og að hann hafi ekki getað sofið í heila nótt eftir að stjórnvöld í Hong Kong ákváðu að lóga þúsundum smádýra eftir að hamstrar í gæludýrabúð greindust jákvæðir af Covid-19.

„Mér þykir virkilega vænt um öll dýr og ég finn til með þeim,“ sagði eigandi hamstursins, Cheung, í samtali við AFP-fréttastofuna.

mbl.is