Vilja færa sönnunarbyrði á kærendur

Vera Jourova varaforseti Evrópusambandsins kynnti tillögurnar í dag í Brussel.
Vera Jourova varaforseti Evrópusambandsins kynnti tillögurnar í dag í Brussel. AFP/Kenzo Triboullard

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði fram tillögur til þess að taka á sífellt fjölgandi kærumálum sem notuð eru til að þagga niður í blaðamönnum og talsmönnum mannréttinda.

Svokallaðar Slapp-málsóknir (e. Strategic Lawsuits Against Public Participation), sem eru skipulagðar málsóknir gegn þátttöku almennings, eru oft styrktar af auðugum einstaklingum eða stórfyrirtækjum til að þagga niður gagnrýnisraddir í samfélaginu.

Jafnvel þótt líkur bendi til að kærurnar muni ekki leiða til dóms, þurfa ákærðir oft að hætta við vegna hræðslu um langdregin og kostnaðarsöm átök fyrir rétti.

Fordæmisgefandi ákvörðun

„Í dag höfum við tekin fordæmisgefandi ákvörðun um að vernda þá sem þora að tala eftir að reynt hefur verið að þagga niður í þeim með slíkum málaferlum,“ sagði Vera Jourova varaforseti Evrópusambandsins.

Í tillögum Evrópusambandsins verður lögð meiri sönnunarskylda á ákærendur svo þeir þurfa að sýna að ákæra sé ekki byggð á annarlegum tilgangi svo málið sé tekið fyrir. Það mun verða krafist bóta fyrir þá sem hafa orðið fyrir Slapp ákærum og eins verður refsingum beitt til þeirra sem setja slíka mál af stað án fullnægjandi ástæðna. Þessar tillögur ná þó eingöngu til mála sem koma áborð Evrópusambandsins og tilheyra lögsögu Brussel.

London „meiðyrðaborg“ Evrópu

Sambandið mælir þó með að önnur lönd fylgi þessu fordæmi og að meiðyrðamál heyri undir almenna löggjöf en ekki refsilöggjöf. Auk þess leggur sambandið til að Evrópusambandslönd ættu ekki að taka að sér eða virða Slapp-lögsóknir gegn sambandslöndum frá löndum utan sambandsins eins og Bretlandi.  

London hefur nú orð á sér fyrir að vera „meiðyrðahöfuðborg“ Evrópu eftir að ríkir sækjendur hafa flykkst þangað til að sækja mál gegn blaðamönnum þar sem sönnunarbyrðin er á þeim ákærða en ekki sækjanda.

Jourova sagði þegar hún tilkynnti um ákvörðun Evrópusambandsins að áður en Daphne Caruana Galizia, blaðamaðurinn frá Möltu,var myrt hafði hún fengið meira en 40 Slapp-ákærur, og flestar í London.

Innan Evrópusambandsins hefur stærsta dagblað landsins, Gazeta Wyborcza, fengið meira en 55 hótanir um ákærur frá árinu 2015, þar með frá ríkjandi stjórnmálaflokki landsins.

Talsmenn málfrelsis blaðamanna segja tillögurnar gott fyrsta skref en segja að sambandslöndin þurfi að fylgja með.

Þarf að vera víðar en í Brussel

„Tillögurnar þurfa að ná til allra Evrópusambandslandanna til þess að þær virki,“ sagði talsmaður Blaðamanna án landamæra, Julie Majerczak í dag. Farið var yfir 570 mál sem þóttu falla undir þennan Slapp flokk í Evrópu og af þeim myndu aðeins 10% málanna heyra undir Brussel.

Tillögurnar verða ræddar við ríkisstjórnir sambandslandanna og teknar fyrir á fundi dómsmálaráðherra sambandsins í júní næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert