Hálft tonn af kókaíni í sendingu til Nespresso

Kókaín. Mynd úr safni.
Kókaín. Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lögreglan í Sviss hefur lagt hald á 500 kíló af kókaíni úr kaffisendingu sem var send til Nespresso verksmiðju.

Starfsmenn verksmiðjunnar í Sviss gerðu yfirvöldum viðvart eftir að hafa fundið duft innan um kaffibaunir.

Lögregla fann síðar meira af kókaíni í fimm flutningsgámum. Frumrannsókn leiddi í ljós að sendingin hefði komið frá Brasilíu.

Í yfirlýsingu Nespresso kom meðal annars fram að framleiðsla kaffihylkja í verksmiðjunni hefði ekki verið menguð af kókaíni. Fólk gæti drukkið sitt kaffi áhyggjulaust.

Áætlað virði kókaínsins voru rétt tæpar 50 milljónir evra, jafnvirði tæplega sjö milljarða íslenskra króna.

mbl.is