Fjórir látnir eftir vonskuveður

Lögreglan í Ontario sagði að þar hefðu þrír látist og …
Lögreglan í Ontario sagði að þar hefðu þrír látist og nokkrir til viðbótar hefðu slasast í veðurofsanum. AFP

Fjórir eru látnir og að minnsta kosti 900 þúsund heimili án rafmagns eftir vonskuveður sem gekk yfir Ontario- og Quebec-fylki í Kanada.

Lögreglan í Ontario sagði að þar hefðu þrír látist og nokkrir til viðbótar hefðu slasast í veðurofsanum.

Karlmaður lét lífið þegar tré féll á bifreið sem hann sat í. Kona á sjötugsaldri varð einnig undir tré þar sem hún var á gangi í storminum.

Kona á fimmtugsaldri drukknaði í á í höfuðborginni Ottawa og önnur kona lést einnig í höfuðborginni.

mbl.is