Yfir þrjátíu fangar náðu að flýja fangelsi með sög

Strokufanganna er nú leitað.
Strokufanganna er nú leitað. AFP/Anwar Amro

Fleiri en þrjátíu fangar náðu að flýja fangelsi í Líbanon. Fangarnir náðu að smygla sög inn í fangelsið og notuðu hana til að saga glugga sem þeir flúðu svo í gegnum. 

Strokufangarnir eru ekki aðeins Líbanar, einnig eru fangar frá Sýrlandi og Palestínu.

Þá er talið að einhver utan fangelsisins hafi hjálpað þeim að strjúka.

mbl.is