Selenskí hitti kjarnorkueftirlitsteymið

Rússneskur hermaður stendur vörð fyrir framan kjarnorkuverið Zaporizhzhia.
Rússneskur hermaður stendur vörð fyrir framan kjarnorkuverið Zaporizhzhia. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hitti í dag eftirlitsteymi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) fyrir komu fulltrúa stofnunarinnar að Sa­porisjía-kjarnorkuverinu sem Rússar hafa yfirráð yfir.

„Við viljum að IAEA-teymið nái til kjarnorkuversins og geri allt í sínu valdi til að forða okkur frá kjarnorkuhörmungum,“ sagði Selenskí. Aukn­ar áhyggj­ur hafa verið uppi um hugsanlegt kjarnorkuslys vegna bar­daga í ná­grenni við kjarn­orku­verið, sem er það stærsta í Evr­ópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert