Segja tólf bæi frelsaða frá því í gær

Þorpið Arkanhelskeí Kerson-héraði, sem var áður í höndum Rússa, þann …
Þorpið Arkanhelskeí Kerson-héraði, sem var áður í höndum Rússa, þann 3. nóvember. AFP/Bulent Kilic

Úkraínumönnum hefur tekist að frelsa tólf bæi í suðurhluta Kerson-héraðs frá því að varnarmálaráðherra Rússlands skipaði rússneska hernum að hörfa í gær, samkvæmt upplýsingum frá úkraínska hernum.

„Við höldum áfram gagnsókninni í samræmi við stefnu okkar,“ segir Valerí Salúsjní, yfirmaður í úkraínska hernum, á Telegram, og bætir við að úkraínskum hersveitum hafi tekist að endurheimta svæði frá Rússum sem nær yfir 200 ferkílómetra í Kerson á síðastliðnum sólarhring.

40 byggðir frelsaðar frá 1. október

Frá byrjun októbermánaðar hafa úkraínskir hermenn náð að komast áfram um 36 kílómetra inn á svæðið sem Rússar hernámu í Kerson. Á þeim tíma hefur þeim tekist að frelsa 40 byggðir, að sögn Salúsjní.

Þá segir hann að úkraínsku hersveitunum hafi tekist að eyðilegggja tengslanet rússneska hersins í héraðinu sem í kjölfarið hafi neyðst til að hörfa.

Greint var frá því í gær að Ser­gei Sjoígú varn­ar­málaráðherra Rúss­lands hefði skipað her­deild­um rúss­neska hers­ins að hörfa frá borg­inni Ker­son í Kerson-héraði. Ker­son er eina héraðshöfuðborg­in sem Rúss­ar hafa haft yf­ir­ráð yfir síðan stríðið hófst í fe­brú­ar. 

Á blaðamannafundi sagði ráðherrann að ekki væri lengur hægt að halda hernum uppi í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert