Hundur skaut mann í bakið

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/Sebastian Willnow

Hundur skaut óvart mann í Kansas-ríki Bandaríkjunum er hann steig á hlaðna byssu í aftursæti bifreiðar. Maðurinn sat í framsæti bílsins og fékk því skotið í bakið. 

Maðurinn var ásamt hundinum í veiðiferð samkvæmt lögreglunni í Kansas.

Maðurinn var á fertugsaldri og lést af sárum sínum á vettvangi. Lögregla rannsakar nú málið en við fyrstu sín er talið að um veiðislys hafi verið að ræða. 

mbl.is