Endurheimta skynjara úr loftbelgnum

Bandaríska sjóhernum var falið að endurheimta brak loftbelgs sem skotinn …
Bandaríska sjóhernum var falið að endurheimta brak loftbelgs sem skotinn var niður undan ströndum Suður-Karólínu nýverið. AFP/Bandaríski sjóherinn

Bandaríkjamenn hafa endurheimt skynjara úr fyrsta kínverska loftbelgnum sem var skotinn niður við strönd Suður-Karólínu fyrir tíu dögum. 

BBC greinir frá því að leitarflokkar hafi endurheimt „talsvert magn af braki úr sjónum“ þar sem belgurinn var skotinn niður, meðal annars alla skynjara og rafbúnað. 

Alríkislögreglan er nú að rannsaka brakið. 

Þrír hlutir til viðbótar hafa verið skotnir niður yfir Norður-Ameríku síðan 4. febrúar. 

Bandaríkjamenn halda því fram að um njósnabelgi sé að ræða en Kínverjar neita þeim ásökunum.

AFP/Bandaríski sjóherinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert