Selenskí fundar með páfanum í Róm

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, kom til Rómar, höfuðborgar Ítalíu, í morgun þar sem hann á skipulagða fundi með Sergio Mattarella, forseta Ítalíu, Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Francis páfa.

Þetta mun vera fyrsta heimsókn forsetans til Ítalíu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar á síðasta ári.

„Ég verð í Róm í dag,“ segir í tísti Selenskís. 

Mikill viðbúnaður er í Róm vegna heimsóknarinnar og hafa öryggissveitir lokað stórum hverfum í höfuðborginni. Með forsetanum fylgir löng bílalest frá flugvellinum sem ítalskir miðlar hafa birt myndskeið af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert